30.04.1965
Efri deild: 77. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1543 í B-deild Alþingistíðinda. (1259)

186. mál, Húsmæðrakennaraskóli Íslands

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. með þessu frv., skipaði hæstv. menntmrh. á árinu 1962 n. til þess að semja nýja reglugerð fyrir Húsmæðrakennaraskóla Íslands. Við nánari athugun komst n. að þeirri niðurstöðu, að það mundi ekki verða hægt að semja viðunandi reglugerð fyrir skólann að óbreyttum lögum. Hæstv. ráðh. féllst á þetta sjónarmið og fól n. að endurskoða núgildandi lagaákvæði um húsmæðrakennaraskólann, sem er að finna í l. nr. 16 frá 1947, lögum um menntun kennara. Fyrirmyndir sótti n. við samningu þessa frv. til Norðurlandanna, aðallega Svíþjóðar og Danmerkur og aðalbreytingarnar frá núgildandi lögum eru í því fólgnar í fyrsta lagi, að lengdur er námstími í skólanum úr 21/2 ári í 31/2 ár. Þá er inntökuskilyrðum breytt með hliðsjón af núgildandi inntökuskilyrðum í kennaraskólann. Í þriðja lagi er fjölgað námsgreinum. Þá eru auk þess ýmis ákvæði fyllri um skólann og skólastarfið, en er í núgildandi lögum.

Í aths., sem frv. fylgja, er gerð nánari grein fyrir þeim breytingum, sem lagðar eru til með þessu frv. og ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þær, enda fylgdi hæstv. menntmrh. frv. úr hlaði við 1. umr. málsins með allýtarlegri ræðu.

Eins og fram kemur á nál. á þskj. 545, hefur menntmn. þessarar hv. d: haft frv. til athugunar og mælir n. einróma með samþykkt þess.