10.12.1964
Efri deild: 29. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í B-deild Alþingistíðinda. (139)

16. mál, orlof

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Í júnímánuði s.l. varð víðtækt samkomulag um kjaramálin milli ríkisstj., Alþýðusambandsins og vinnuveitendasamtakanna. Einn þátturinn í þessu samkomulagi var að auka orlofsrétt launþega, og er þetta frv. flutt af ríkisstj. hálfu til þess að efna þann þátt þessa samkomulags. Efni frv. er á þá leið að hækka orlofsfé af kaupi úr 6% í 7% og að auka orlof þeirra, sem hlotið hafa 18 virka daga á ári, í 21 virkan dag.

Heilbr.- og félmn. hefur athugað þetta frv. og skilað nál. á þskj. 137, og leggur n. einróma til, að frv. verði samþykkt.