08.05.1965
Efri deild: 85. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1603 í B-deild Alþingistíðinda. (1429)

196. mál, Listasafn Íslands

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Fyrir þeim breyt., sem með frv. þessu er lagt til að gerðar verði á lögum um Listasafn Íslands, gerði hæstv. menntmrh. ýtarlega grein við 1. umr. málsins, en breyt. eru í stuttu máli þær, að í fyrsta lagi er lagt til, að Listasafnið fái til listaverkakaupa a.m.k. 1/6 hluta af árlegum tekjum menningarsjóðs, í stað þess, að í núgildandi lögum er þessi upphæð ákveðin í krónutölu og í öðru lagi er lagt til, að breyt. verði gerð á núgildandi reglum um kosningu í safnráð, sem eru illframkvæmanlegar að óbreyttum lögum. Kosning í safnráð á að fara fram á hausti komanda og var því af hálfu hæstv. ráðh. lögð rík áherzla á, að frv. yrði afgr. sem lög á þessu þingi.

Menntmn. hefur rætt frv. og leggur til, að það verði samþ., en eins og fram kemur í nál. á þskj. 697, undirritar einn nm., 5. þm. Reykn., nál. með fyrirvara.