30.04.1965
Neðri deild: 77. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1645 í B-deild Alþingistíðinda. (1473)

193. mál, ljósmæðralög

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr. Ég verð að segja um þetta frv., að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með það, mér finnst það ganga allt of skammt og það, sem ég var að vonast til með þessu frv., var það, að sveitarfélögin losnuðu við að greiða hluta af launum ljósmæðra. En eins og frv. er nú, munu sveitarfélög verða að greiða mikinn meiri hl. af launum ljósmæðra, meira en ríkissjóður. Ég mun því við 3. umr. málsins leggja fram brtt. við frv. Ég mun því ekki gera meiri aths. við frv. að sinni.