03.05.1965
Neðri deild: 79. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1645 í B-deild Alþingistíðinda. (1475)

193. mál, ljósmæðralög

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja brtt. á þskj. 566, eins og ég skýrði frá við 2. umr. þessa máls hér í hv. d., að ég mundi gera. Ástæðan til þess, að ég flyt þessa brtt., er sú, að mér sýnist, eins og gert er ráð fyrir launakjörum ljósmæðra með þessu frv., sé það engin bót frá því, sem áður hefur verið, svo að máli skipti og ljósmæðralaunin verði eftir sem áður þannig, að það fáist ekki konur til að vinna við þessi störf. Í þessum till. mínum, sem eru um 50% hækkun launa frá frv., sýnist mér svo í hóf stillt, að það séu þau lægstu laun, sem hægt sé að bjóða ljósmæðrum fyrir þeirra störf. Ég treysti því þess vegna, að hv. d. geti fallizt á þessa brtt., og frv., ef að l. yrði, mætti þá að einhverju gagni verða, sem ég sé ekki að verði, eins og það er nú.