16.11.1964
Neðri deild: 15. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í B-deild Alþingistíðinda. (148)

6. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Allshn. hefur á tveimur fundum athugað og rætt frv. til l. um breyt. á l. nr. 115 19. nóv. 1936, um þingsköp Alþingis, sem prentað er á þskj. 6, og leggur meiri hl. n. til, að frv. verði samþ. óbreytt. Eins og í nál. segir, tekur einn nefndarmanna ekki afstöðu til frv. og tveir nefndarmanna voru fjarstaddir, þegar frv. var afgreitt í n. Með þessu frv. er aðeins lagt til, að sú breyt. verði gerð á gildandi l. um þingsköp Alþingis, að flestir megi þm. vera 7 í hverri n. í hvorri þd. í stað 5, eins og tíðkazt hefur fram að þessu. Segja má þá, að sú breyt., sem frv. ráðgerir, hafi þegar komið til framkvæmda í upphafi þess þings, sem nú situr, því að það afbrigði frá þingsköpum var samþ. í þingbyrjun, að kjósa mætti 7 menn í hverja n. hvorrar d., og var það gert.

Ég legg svo til fyrir hönd meiri hl. allshn., að frv. verði samþ. óbreytt og því vísað til 3. umr.