11.05.1965
Neðri deild: 88. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1681 í B-deild Alþingistíðinda. (1565)

203. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Frsm. (Sigurður Ingimundarson):

Herra forseti. Fjhn. hv. d. hefur haft þetta mál til athugunar. Eins og kunnugt er, eru l. um kjarasamninga opinberra starfsmanna í endurskoðun og vinnur að því n., sem í eiga sæti fulltrúar frá báðum aðilum. Frv. þetta er staðfesting á samkomulagi, sem þegar hefur verið gert um tiltekin atriði, sem miða að því að framlengja samningsaðgerðir eða fresti til samningsaðgerða, sem reynslan hefur þegar sýnt, að eru of stuttir. Fjhn. er sammála um að mæla með frv. óbreyttu.