08.04.1965
Efri deild: 64. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1971 í B-deild Alþingistíðinda. (1804)

76. mál, sala eyðijarðarinnar Miðhúsa í Gufudalshreppi

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. þetta um að heimila ríkisstj. að selja eyðijörðina Miðhús í Gufudalshrepp í Barðastrandarsýslu bóndanum Samúel Zakaríassyni í Djúpadal var lagt fram í Nd. og fékk þar venjulega athugun og afgreiðslu. Fyrir lágu meðmæli hreppsnefndarinnar í hreppnum um það, að þessum manni yrði seld jörðin og það hefur ekkert komið fram, sem landbn. Ed. telur ástæðu til að leggja stein í götu þess, að þessi jörð verði seld á svipaðan hátt og oft áður hefur verið heimilað um sölu eyðijarða. Leggur nefndin því til, að frv. verði samþykkt.