05.05.1965
Efri deild: 80. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1984 í B-deild Alþingistíðinda. (1864)

156. mál, sala dýralæknisbústaðar í Borgarnesi

Frsm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Efni þessa frv. er um, að ríkisstj. sé heimilt að selja gamla dýralæknisbústaðinn við Gunnlaugsgötu 21 í Borgarnesi ásamt lóðarréttindum. Eins og fram kemur í fskj. með frv., festi landbrn. um síðustu áramót kaup á íbúðarhúsi Árna Björnssonar forstjóra í Borgarnesi fyrir dýralæknisbústað, þar sem um var að ræða mjög vandað og hentugt hús til þeirra nota, eins og þar segir. Var fjvn. Alþ. gerð grein fyrir þeim kaupum með bréfi, dags. 28. okt. s.l. Í framhaldi af þessu telur rn. rétt að leita heimildar til þess að selja gamla dýralæknishúsið í Borgarnesi og hefur fengið tilboð í húsið upp á 615 þús. kr., sem talið er hagstætt. — Landbn. leggur einróma með því, að frv. verði samþykkt.