08.05.1965
Neðri deild: 85. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1998 í B-deild Alþingistíðinda. (1912)

78. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum og kauptúnum

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti: Skv. gildandi lögum hefur verið heimilt að takmarka fjölda vörubifreiða í kaupstöðum og kauptúnum, sem eru með 700 íbúa eða fleiri. Eins og alkunnugt er, er allmikið af vörubifreiðum utan þessara svæða, bæði í minni kauptúnum og í sveitum. Algengt er, að vörubifreiðastjórafélög hafi starfssvæði, sem nái yfir kaupstaði eða kauptún og nágrannasveitir, og hefur þá aðeins veríð hægt að takmarka fjölda vörubifreiðanna á hluta félagssvæðis. Frv. þetta breytir þessum málum svo, að í framtíðinni verði hægt að takmarka fjölda vörubifreiða á öllum svæðunum, þannig að jafnrétti gildi í þeim efnum. Munu þeir, sem kunnugir eru málefnum vörubifreiðastjóra og vörubifreiðaflutningum, telja, að það muni verða mjög til bóta og öryggis fyrir alla aðila, að slík heimild sé í lögum.

Samgmn. mælir með samþykkt frv.