08.05.1965
Neðri deild: 85. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2003 í B-deild Alþingistíðinda. (1929)

178. mál, eyðing svartbaks

Frsm. (Jónas Pétursson):

Herra forseti. Frv. þetta á þskj. 434, sem hér er til 2. umr., hefur legið fyrir landbn. hv. d. Segja má í skemmstu máli, að þetta sé tilraun til þess eða einn liður í því, sem nú er mikið reynt, að taka vísindin og tæknina í þágu atvinnuveganna. En þó að það láti kannske ekki mikið yfir sér, er það um það að reyna nýjar aðferðir við eyðingu og útrýmingu svartbaks, sem er aðalbölvaldur og meinvættur við æðarvarp hér á landi. En það er enginn vafi á því, að í æðarvarpinu eru fólgnir miklir framtíðarmöguleikar, ef hægt er að auka það og þess vegna mælir landbn. einróma með því, að þetta frv. verði samþ.