16.03.1965
Neðri deild: 55. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2012 í B-deild Alþingistíðinda. (1985)

151. mál, sala landspildna úr Garðatorfunni og þriggja jarða

Flm. (Matthías A. Mathiesen):

Herra forseti. Ég hef leyft mér ásamt nokkrum hv. þdm. að flytja hér frv. á þskj. 321 um heimild fyrir ríkisstj. til að selja Garðahreppi í Gullbringusýslu landspildu úr Garðastorfunni fornu. Eins og fram kemur í grg., er frv. þetta flutt að beiðni sveitarstjórnar Garðahrepps, og í bréfi því, sem prentað er hér sem fylgiskjal, skýrir frv. sig að öllu leyti. Hér er um að ræða aukna byggð í Garðahreppi og það, sem sveitarstjórnin fer fram á, er einfaldlega, að ríkisstj. verði heimilað að selja nokkrar jarðir, sem eru í eign ríkisins, til þess að hreppsnefndin hafi meiri möguleika á því að skipuleggja það svæði, sem það þéttbýli er á, sem nú hefur myndazt í hreppnum. Ég vildi leyfa mér að leggja til, að frv. yrði vísað að lokinni þessari umr. til hv. landbn.