10.05.1965
Sameinað þing: 51. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2017 í B-deild Alþingistíðinda. (2001)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (BF):

Umræðan fer þannig fram í kvöld, að hver flokkur fær 50 mínútna ræðutíma, sem skiptist í tvær umferðir, hin fyrri 25–30 mín., en hin síðari 20–25 mín. Röð flokkanna í báðum umferðum verður þessi: Alþb., Sjálfstfl., Framsfl. og Alþfl. Ræðumenn verða fyrir Alþb. í fyrri umferð Lúðvík Jósefsson, í síðari umferð Eðvarð Sigurðsson og Gils Guðmundsson, fyrir Sjálfstfl. í fyrri umferð Bjarni Benediktsson og í síðari umferð Gunnar Thoroddsen, fyrir Framsfl, í fyrri umferð Eysteinn Jónsson, í síðari umferð Halldór E. Sigurðsson og Ingvar Gíslason, fyrir Alþfl. í fyrri umferð Emil Jónsson og í siðari umferð Jón Þorsteinsson.

Hefst nú umr. og tekur fyrstur til máls Lúðvík Jósefsson og talar fyrir hönd Alþb.