21.10.1964
Sameinað þing: 4. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2335 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

Alþingishús

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Á Alþingi 1960 flutti ég ásamt hv. 3. þm. Vesturl. svo hljóðandi till. til þál.:

„Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er vinni að því í samráði við ríkisstj. að gera till. um stækkun Alþingishússins eða byggingu nýs þinghúss eftir því, hvort betur þykir leysa þörf Alþingis fyrir viðunandi húsnæði. N. skal skila till. til Alþingis eigi síðar en haustið 1962.“

Þessi till. var afgreidd frá Alþingi 28. marz 1961 á þessa leið:

„Alþingi ályktar að fela forsetum þingsins í samvinnu við fulltrúa frá þingflokkunum að gera till. um framtíðarhúsnæði Alþingis.“

Í framhaldi af þessu var svo sérstök nefnd skipuð samkv. þessari till. til þess að gera till. um þetta mál. Ég vildi nú beina þeirri fsp. til hæstv. forseta, hvað líði störfum þessarar nefndar, hvenær megi vænta álíts frá henni og hvort vænta megi a.m.k. einhverra bráðabirgðaúrbóta á húsnæðismálum Alþingis?