08.03.1965
Sameinað þing: 30. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2348 í B-deild Alþingistíðinda. (2116)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fullskipaðan fund og tekið fyrir fyrirliggjandi kjörbréf til handa Hálfdáni Sveinssyni kennara á Akranesi, útgefið af kjörstjórn Vesturlandskördæmis, sem 2. varaþm. Alþfl. í því kjördæmi, en fyrir fundinum lá einnig bréf frá 1. varaþm. flokksins í sama kjördæmi, Pétri Péturssyni, þar sem hann segir sér ókleift að mæta á þingi vegna fjarveru af landi. Kjörbréfanefnd mælir einróma með því, að kosning Hálfdáns sé tekin gild og kjörbréf hans samþykkt.