15.03.1965
Neðri deild: 54. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2349 í B-deild Alþingistíðinda. (2118)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (SB):

Forseta hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 11, marz 1965.

Vegna aðkallandi starfa heima fyrir næstu vikur get ég ekki sinnt þingstörfum um tíma. Vil ég því leyfa mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis jafnframt óska þess, að 2. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Matthías Ingibergsson lyfsali, Selfossi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Ágúst Þorvaldsson,

2. þm. Sunnlendinga.“

Kjörbréf Matthíasar Ingibergssonar hefur áður verið rannsakað og hann átt sæti á Alþingi áður og undirritað drengskaparheit um að halda Stjórnarskrána. Hann tekur því nú sæti á Alþingi.