26.04.1965
Sameinað þing: 43. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2350 í B-deild Alþingistíðinda. (2123)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt:

„Reykjavík, 21. apríl 1966.

Gunnar Gíslason, 2. þm. Norðurl. v., hefur í dag ritað mér bréf á þessa leið:

„Þar sem ég vegna aðkallandi embættisanna heima í héraði mun ekki geta sinnt þingstörfum næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Sjálfstfl. í Norðurl. v., Óskar E. Levy bóndi á Ósum, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Bjarnason,

forseti Nd.

Til forseta Sþ.“

Fyrir liggur svo hljóðandi símskeyti frá Hermanni Þórarinssyni:

„Get ekki mætt á Alþingi sökum mikilla anna hér.“

Og enn fremur liggur fyrir kjörbréf Óskars E. Levys.

Þá hefur mér borizt svo hljóðandi bréf:

Reykjavík, 21, apríl 1965.

Gísli Guðmundsson, 3. þm. Norðurl. e., hefur

í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda og mun ekki geta sinnt þingstörfum næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ, óska þess, að vegna forfalla 1. og 2. varamanns Framsfl. í Norðurl. e. taki Sigurður Jóhannesson skrifstofumaður á Akureyri sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Bjarnason,

forseti Nd.

Til forseta Sþ.“

Einnig hefur borizt símskeyti frá Hirti Eldjárn Þórarinssyni, þar sem hann tilkynnir, að hann geti ekki tekið sæti á Alþingi í forföllum Gísla Guðmundssonar og sömuleiðis annað símskeyti frá Birni Stefánssyni, þar sem hann tilkynnir, að hann geti ekki tekið sæti á Alþingi í forföllum Gísla Guðmundssonar. Loks liggur einnig fyrir kjörbréf Sigurðar Jóhannessonar.

Þá hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 26. apríl 1965.

Bjartmar Guðmundsson, 8. landsk. þm., hefur í dag sent mér svo hljóðandi símskeyti: „Bið um fjarvistarleyfi vegna anna heima fyrir næstu vikur og óska eftir, að varamaður landsk. þm. Sjálfstfl. taki sæti á Alþ. í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sigurður Ó. Ólafsson,

forseti Ed.

Til forseta Sþ.“

Varamaður landsk. þm. Sjálfstfl. er Ragnar Jónsson. Hefur kjörbréf hans áður verið rannsakað og tekur hann nú sæti á þingi sem 8. landsk, þm. Óskar E. Levy og Sigurður Jóhannesson hafa ekki áður átt sætí á Alþingi og þarf því að fara fram rannsókn á kjörbréfum þeirra og vil ég biðja hv. kjörbréfanefnd að taka bréfin til rannsóknar. Á meðan verður gert hlé á fundinum. — [Fundarhlé.]