15.12.1964
Neðri deild: 27. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í B-deild Alþingistíðinda. (231)

103. mál, verðlagsráð sjávarútvegsins

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Auðvitað felst ekki í því, sem ég segi, að það sé ætlunin að meina að ákveða hvert einstakt atriði út af fyrir sig. Það er allt annað mál. En það eru ákveðnar reglur, sem eru um það, hvernig meiri hl. sé skapaður í fjölskipuðum dómi, þegar stendur á stöku, og ef ekki eru önnur ákvæði um það en almenn dómsköp segja til um, hlýtur þeim að verða fylgt, hvernig meiri hl. er fenginn. Það er svo allt annað mál, að það þarf að sundurliða hvert mál út af fyrir sig og ekki hægt að komast að niðurstöðu, fyrr en búið er að taka ákvörðun um ótalmörg einstök atriði, sem eru forsenda niðurstöðunnar. Mér skilst, að hv. þm. rugli hér saman og átti sig ekki alveg á, hvernig dómur verður að vinna, ef tryggt á að verða, að hann komist að niðurstöðu.