29.04.1965
Neðri deild: 75. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 411 í C-deild Alþingistíðinda. (2526)

130. mál, loðdýrarækt

Forseti (SB) :

Ég vil vekja athygli hv. þd. á því, að þetta mál hefur verið alllengi til meðferðar hér í hv. þd. og svo lengi til meðferðar hjá hv. landbn., að henni hefði verið í lófa lagið að hafa fengið þegar álit þeirra aðila, sem nú er beðið um frest til þess að heyra frá. Þrátt fyrir það, að hv. nefnd hefur ekki gert þetta, verður nú orðið við þeirri ósk að fresta um skeið, en aðeins um mjög skamma hríð, umr. um málið og mun ég freista þess, ef fundur verður á morgun, sem ég geri ráð fyrir, að taka málið þá fyrir, og treysti því, að hv. landbn. hafi þá fengið álit þeirra aðila, sem nú er talið svo mikið velta á.