04.05.1965
Neðri deild: 81. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 415 í C-deild Alþingistíðinda. (2535)

130. mál, loðdýrarækt

Forseti (SB) :

Forseti vill að sjálfsögðu leggja sitt lið til þess, að hv. 1. þm. Norðurl. v. gefist tækifæri til að semja sína brtt. En ég leyfi mér að vekja athygli á því, að næsti fundur í hv. þd. verður ekki fyrr, en á fimmtudag. Hins vegar er það skammt í þingslit, að ef minnsta von á að vera um að koma málinu gegnum hv. Ed., verður að ljúka 3. umr. um málið í dag. Ég vil spyrja hv. þm., þann er síðast talaði, hvort hann treysti sér ekki til að hafa brtt. sína tilbúna, ef gert væri nú stutt fundarhlé. (SkG: Ekki mjög stutt.) Þegar hv. þm. hefur gefizt tækifæri til að leggja fram brtt. sína skriflega og umr. lokið um málið, hafði forseti hugsað sér að gefa frest til atkvgr., þannig að hinar skriflegu brtt. lægju fyrir prentaðar, þegar atkvgr. færi fram. Fellst hv. þm., sá er síðast talaði, á þetta? (SkG: Það er sjálfsagt að reyna.) — [Fundarhlé.]