26.04.1965
Neðri deild: 71. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 463 í C-deild Alþingistíðinda. (2596)

184. mál, sala eyðijarðarinnar Eiríksstaða í Borgarnesi

Flm. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Þetta frv. er flutt af þm. Austf. í d., en það fjallar um að heimila hæstv. ríkisstj. að selja eyðijörðina Eiríksstaði ábúendum jarðanna Eyjólfsstaða og Lindarbrekku. Það er í grg. gerð grein fyrir ástæðunum til þess, að stungið er upp á þessari sölu. Það er enginn ágreiningur í hreppsnefndinni, sem þarna á hlut að mál, og hún mælir öll með þessu og allir sérfróðir menn, sem þarna hafa komið nálægt, eru sammála um, að það sé skynsamlegt og nauðsynlegt að auka við land þessara jarða með því að fella til þeirra land eyðijarðarinnar. En eyðijörðin er þannig sett, að það eru engar líkur til þess, að hún byggist.

Ég vil leyfa mér að stinga upp á, að málinu verði vísað til hv. landbn, og fara fram á það við hv. landbn., að hún afgr. nál. um málið það tímanlega, að þetta frv. geti orðið að lögum á þessu þingi, þótt síðbúið sé af okkar hendi.