16.12.1964
Efri deild: 31. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

107. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. til l. um breyt. á l. um tekjustofna sveitarfélaga stendur í beinu sambandi við þá breytingu á lögum um söluskatt, sem hér var til umræðu og ég skýrði þá, og þarf ekki við að bæta öðru en því að undirstrika, að hér er lagt til, að ríkissjóður greiði 7 1/2% af 8% söluskattinum í jöfnunarsjóð sveitarfélaga, og er það hliðstætt við 20% af 3% söluskattinum samkv. l. frá 1960.

Ég legg til, að frv. sé vísað til 2. umr. og fjhn.