03.02.1965
Sameinað þing: 24. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 613 í D-deild Alþingistíðinda. (3237)

93. mál, Tunnuverksmiðjur ríkisins

Sjútvmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Hv. 4. þm. Norðurl. e. sagði og ég skal viðurkenna með nokkrum rétti, að svörin hefðu ekki verið fullnægjandi. En til þess liggja ýmsar ástæður. Þær eru í fyrsta lagi, að það er ekki svo suðvelt að gera sér grein fyrir, hve heppilegt verður að framleiða mikið eða hvort hægt verður að framleiða eins og venjulega, þar sem 77 þús. tunnur liggja nú fyrir í landinu eða um helmingi meira en venjan hefur verið að framleiða á Akureyri. Í öðru lagi, að þar sem síldarsöltunin á þessu svæði hefur orðið miklu minni, en á árinu áður, hefur ekkert úrræði verið til að losna við tunnurnar annað en að flytja þær langan veg í burtu. Og í þriðja lagi, að verðlagið, eftir því sem upplýst er í skýrslu tunnuverksmiðjustjórnarinnar, er þannig, að munar rétt um 50 kr. á hverri tunnu, sem íslenzka tunnan er dýrari, en sú út enda, þ.e.a.s. sú innlenda kostar kr. 214,50. en sú erlenda 185 kr. Allt þetta gerir framleiðsluna og framkvæmdir í sambandi við framleiðslu, eins og verksmiðjubyggingar og geymslur o. þ. h., miklu óvissara, en vera mundi, ef síldarsöltunin á þessu svæði lægi í föstu skorðum.

Hv. þm. sagði, að það væri tiltölulega lítið að framleiða ekki hér á landi nema 140 þús. tunnur, þar sem söltunin hafi stundum farið upp í kringum 400 þús. tn. eða eitthvað þess háttar, undanfari mörg ár. Þar við er að athuga, að sænsk síldarkaupendurnir leggja til tunnur, erlendar, undir þá síld, sem þeir kaupa og hlýtur sá tunnufjöldi þess vegna að bætast við, áður en erlent tunnumagn er fengið.

Allt í allt finnst mér, að þessi starfsemi og framleiðsla eigi á ýmsan hátt í vök að verjast, eins og stendur og það verði að taka ýmsa hluti til greina, sem kannske hefur ekki að sama skapi þurft að gera áður, þess vegna sé ekki eðlilegt að fara þess á leit við stjórn verksmiðjanna, að hún geti á þessu augnabliki sagt endanlega til um það, hve mikið verði framleitt á hvorum stað. Á Akureyri hafa verið teknar til 20 þús. tunnur, sem takmarkast, að mér skilst, að einhverju eða öllu leyti af því geymsluplássi, sem fyrir hendi er, svo að svar liggur fyrir. En um Siglufjörð er ekki annað að segja en það, að þar verður byrjað á framleiðslu, strax og verksmiðjan er tilbúin, þó að ekki komi til nein ákvörðun um það, hvað mikið verði þar unnið í heild.

Ég held, að það sé ekki fleira, sem ég þarf að taka fram í þessu sambandi, en vil aðeins minna á, að það eru ýmis vandamál í sambandi við þessa framleiðslu, sem verður að taka til greina, þegar ákvörðun er tekin um hins, einstöku þætti framleiðslunnar, sem hafa ekki verið fyrir hendi áður og gera þessa ákvörðun miklu erfiðari.