08.02.1965
Efri deild: 40. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 639 í B-deild Alþingistíðinda. (416)

113. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1965

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt venju samkv. og er nauðsynlegt eins og þinghaldi nú orðið er háttað. Það hefur þegar fengið greiðan framgang í hv. Nd., og ég vonast til, að það verði einnig í þessari hv, d. Leyfi ég mér að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og þar sem hér er mál, sem enginn ágreiningur er um, heldur hrein formleg afgreiðsla, þá sé ég ekki ástæðu til að leggja til, að frv. verði vísað til n., heldur vonast til, að það geti fengið framgang án þess að verða sent til nefndar.