11.02.1965
Efri deild: 43. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (428)

121. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Að því er varðar tilefni þess, að þetta frv., sem hér liggur fyrir, er fram borið, leyfi ég mér að visa til grg. fyrir frv. og framsöguræðu hæstv. fjmrh. við 1. umr. málsins.

Fjhn. hefur haft málið til meðferðar, og eins og nál. á þskj. 252 ber með sér, leggur hún einróma til, að frv. verði samþ., þó með brtt., sem n. flytur á umrædda þskj, og felst í því, að orðinu flatningsvélar er bætt inn í þá upptalningu, sem lækka á tollana á. Þetta er gert til þess að taka af öll tvímæli um það, að flatningsvélarnar falli undir þetta. Ég hafði samband við tvo tollskrárnefndarmenn um þetta, og þeir töldu að vísu, að ekki væri nauðsynlegt að gera þessa breyt., þar sem þetta mundi verða túlkað þannig, að flatningsvélarnar féllu undir þetta, en höfðu þó ekkert við það að athuga, að n. gerði þessa breyt., og það var skoðun n., að það væri til bóta.