23.02.1965
Neðri deild: 44. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í B-deild Alþingistíðinda. (468)

52. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breyt. á l. nr. 85 23. júní 1936, um meðferð einkamála í héraði, og leggur n. einróma til, að frv. verði samþ. óbreytt. Frv. þetta, sem flutt er af hæstv. ríkisstj., hefur þegar gengið í gegnum hv. Ed., og var það samþ. þar óbreytt. Efni frv. varðar þóknun til stefnuvotta. Er ákvæði um þóknun til þeirra nú að finna í lögum um laun hreppstjóra, en þau lög hafa verið endurskoðuð, og liggur nú fyrir Alþingi frv. til l. um hreppstjóra, flutt af hæstv. ríkisstj. Ákvæði um þóknun til stefnuvotta þykja fremur eiga heima í l. um meðferð einkamála í héraði en í l. um hreppstjóra, enda eru hreppstjórar nú ekki lengur stefnuvottar af sjálfu sér. Er frv. þetta flutt af þessum sökum. — Eins og ég áður sagði, leggur allshn. einróma til, að frv. verði samþ. óbreytt.