16.03.1965
Neðri deild: 55. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 875 í B-deild Alþingistíðinda. (755)

101. mál, Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna

Frsm. (Davíð Ólafsson):

Herra forseti. Ég skal ekki taka upp deilur um þetta. Það er hins vegar mjög algengt að segja t. d.: góðir Íslendingar, konur og menn, sem er mjög algengt í ræðuávarpi og ekki talið vera neitt brot á lögmálum íslenzkrar tungu. En með tilliti til þeirra athugasemda, sem hér hafa komið fram, þykir mér rétt, að málið verði ekki afgreitt núna, heldur verði því frestað.