01.04.1965
Neðri deild: 61. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1045 í B-deild Alþingistíðinda. (902)

154. mál, ráðstafanir vegna sjávarútvegsins

Frsm. meirihl. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. .Ég vil nú, auk þess sem hv. 5. þm. Austf. (LJós) fann fram kominni skriflegri brtt. til foráttu, bæta því við, að það er á henni einn megingalli og hann er sá, að það fylgir henni engin tillaga eða ábending um það, hvaðan eigi að taka þessar 10 millj. Það er út af fyrir sig alveg nægileg ástæða til þess, að ég fyrir mitt leyti er algerlega á móti till. Hitt er svo annað mál, að á sínum tíma, þegar smáfiskuppbæturnar svokölluðu voru greiddar, voru á því margar hliðar og ég held, að ókostirnir við smáfiskuppbæturnar hafi verið það margir, að það sé ekki vert að fara inn á þá braut á ný, svo að ég segi ekki meira um það mál. Ég vil aðeins með þessum orðum lýsa yfir andstöðu minni gegn fram kominni tillögu.