28.04.1965
Neðri deild: 74. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1075 í B-deild Alþingistíðinda. (926)

154. mál, ráðstafanir vegna sjávarútvegsins

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Eins og í gr. segir, er meiningin, að um þessa úthlutun bótanna verði settar ákveðnar og sérstakar reglur, en þær hafa ekki verið ákveðnar enn, svo að ég get ekki sagt í einstökum atriðum, hvernig þær muni verða. En ég get gjarnan lýst yfir því, að ég er alveg sammála hv. 5. þm. Austf. um það; að þetta miðist við framleiðslu ársins 1965, hvort sem hún er seld á því ári eða síðar: Það mætti náttúrlega alveg eins hugsa sér, að þetta tæki til þess hluta af framleiðslunni frá 1964, sem væri eftir óseldur 1965, en það hefur a.m.k. ekki verið mín ætlun, heldur eingöngu, að þetta miðaðist við framleiðslu ársins 1965.