20.04.1965
Efri deild: 70. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1107 í B-deild Alþingistíðinda. (994)

89. mál, ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Í l. nr. 12 frá 1942, um ráðstöfun erfafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila, er í 2. gr. að finna heimild til að lána og veita styrki til þess að koma upp vinnuheimilum, vinnustofum og vinnutækjum fyrir öryrkja og gamalmenni í því skyni, að starfsgeta þeirra komi að sem fyllstum notum. Eins og orðalag gr. er, hefur þótt orka tvímælis, að í henni fælist heimild til þess að veita lán og styrki til þess að koma upp endurhæfingarstöðum fyrir þá aðila, sem þarna er um að ræða og af því tilefni er þetta frv. flutt, þar sem orðalag er þannig, að lán og styrki megi veita til þess að koma upp vinnuheimilum og öðrum stofnunum, sem þá mundi vafalaust einnig taka til endurhæfingarstöðva. Heilbr.- og félmn. þessarar hv. þd. hefur rætt þetta frv., og leggur n. einróma til, að það verði samþ.