28.03.1966
Neðri deild: 60. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1190 í B-deild Alþingistíðinda. (1017)

113. mál, ríkisreikningurinn 1964

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er til samþykktar á ríkisreikningnum fyrir árið 1964. Alþ. hefur áður verið gerð rækileg grein fyrir niðurstöðu og afkomu ríkissjóðs fyrir það ár í fjárlagaræðunni við fjárlagafrv. fyrir árið 1966, og sé ég ekki ástæðu hér til þess að fara að ræða afkomu ríkissjóðs það ár, nema sérstakt tilefni gefist til. Frv. er samið eftir greinum ríkisreikningsins, en ríkisreikningnum hefur einnig verið útbýtt hér í hv. d., og fylgja honum aths. yfirskoðunarmanna og svör rn. við aths. þeirra. Ég sé ekki ástæðu til, herra forseti, að fara að ræða einstök atriði málsins. Það er þá eðlilegra, að það verði gert, eftir að hv. fjhn. hefur athugað aths. yfirskoðunarmanna og svörin við þeim, en legg til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn.