29.04.1966
Efri deild: 75. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1348 í B-deild Alþingistíðinda. (1169)

171. mál, vernd barna og ungmenna

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Hv. 9. þm. Reykv. hefur farið þess á leit, að menntmn. tæki brtt. hans til athugunar og umr. yrði frestað. Ég vil segja það, að ég hef þegar skýrt frá því, að einstakir meðlimir í menntmn. létu það einmitt í ljós, að þeir mundu ekki gera till. um breytingar á frv., þó að þeim kynni að þykja, að þar hefði eitthvað mátt betur fara, vegna þess að þeir teldu, að þar með væri málinu stefnt í tvísýnu. Ég sé því ekki ástæðu til þess að taka brtt. til athugunar í n., en ef einhver nm. óskar eftir því, mun ég að sjálfsögðu telja mér skylt að gera það.