05.04.1966
Neðri deild: 67. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1614 í B-deild Alþingistíðinda. (1207)

177. mál, álbræðsla við Straumsvík

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég sagði þessum hv. þm. í dag, að ég væri ekki með neinar og hefði ekki flutt neinar ásakanir á hendur þeim í þessu sambandi, að þeir bæru ábyrgð á þessu. Þetta var misskilningur hjá honum, þegar hann talaði hér í kvöld. Ég talaði rétt á eftir honum og sagði honum það, að þessi skilningur hans væri misskilningur, að ég hefði á nokkurn hátt ásakað þá eða ætlað að ásaka þá um það að bera ábyrgð á þessu. Hitt stendur, sem ég sagði áðan, að þeim þótti aldrei ástæða til þess að hreyfa athugasemdum um þetta atriði. En að þeir bæru ábyrgð á því, hef ég aldrei sagt, og hef ég aldrei ætlað mér að vera með neina ásökun í þeirra garð um það.