20.04.1966
Neðri deild: 74. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1714 í B-deild Alþingistíðinda. (1224)

177. mál, álbræðsla við Straumsvík

Jón Skaftason:

Herra forseti. Þrátt fyrir það, að ég álíti, að ýmislegt sé athugavert við samningana við Swiss Aluminium, tel ég, að rekstur álbræðslu í Straumsvík verði frekar til hagsbóta fyrir þjóðina og þó einkum fyrir það kjördæmi, sem ráðgert er að staðsetja hana í. Ég vil því eigi greiða atkv. gegn þessari frvgr., þótt ýmislegt megi að samningunum finna og frv. í heild og greiði því ekki atkv.