04.05.1966
Neðri deild: 88. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2470 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

195. mál, kísilgúrverksmiðja við Mývatn

Frsm. 2. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Út af því, sem fram hefur komið hér í umr., vil ég minna á það, að þegar l. um kísilgúrverksmiðju við Mývatn voru samþ. hér á þingi vorið 1964, studdi Framsfl. það mál og mér mun óhætt að fullyrða, að afstaða flokksins til þess máls er óbreytt. Hann vill enn sem fyrr stuðla að því, að þessi verksmiðja við Mývatn verði reist. Þetta vil ég láta koma fram. En það, sem liggur til grundvallar þeirri rökstuddu dagskrá, sem við flytjum, hv. 11. þm. Reykv. og ég, á þskj. 707, er einkum það, að við viljum reyna að hindra hæstv. ríkisstj. í því að ganga lengra á þeirri braut að færa dómsvaldið í okkar málum út úr landinu, en hún og hennar stuðningslið hafa nýlega stigið inn á þá götu, svo sem kunnugt er.