01.04.1966
Efri deild: 59. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2502 í B-deild Alþingistíðinda. (1826)

38. mál, nauðungaruppboð

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta frv., sem er skylt hinu fyrra, er einnig flutt af samgmn. Nd. eftir ósk hæstv. samgmrh. og hefur verið samþ. óbreytt í Nd. Það er á sama hátt og frv. um skráningu réttinda í loftförum fylgifrv. með frv. um loftferðir, sem samþ. var hér á Alþ. 1964. Þetta frv. um viðauka við 1. um nauðungaruppboð miðar að því að veita ákvæðum Genfarsáttmálans frá 1948 um uppboð á loftförum lagagildi. Þó eru ákvæðin eigi takmörkuð við sáttmálaríki, þar sem þau þykja einnig geta átt við önnur loftför.

Samgmn. hefur athugað þetta frv. og mælir með því, að það verði samþ. án breytinga.