26.04.1966
Efri deild: 72. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2515 í B-deild Alþingistíðinda. (1898)

138. mál, lögheimili

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Frv. þetta um breyt. á I. nr. 35 frá 1960, um lögheimili, er þmfrv. komið frá Nd. Það felur í sér þá breyt. eina, að íslenzkir starfsmenn alþjóðastofnana, sem Ísland er aðili að, haldi lögheimili sinu hér heima, þrátt fyrir búsetu erlendis, en sú regla gildir nú um starfsmenn utanríkisþjónustu Íslands.

Allshn. hefur fjallað um málið og leggur einróma til, að frv. verði samþykkt óbreytt, þó þannig, að einn nm., Ólafur Björnsson, var ekki viðstaddur, þegar n. afgreiddi málið.