10.12.1965
Efri deild: 26. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í B-deild Alþingistíðinda. (199)

76. mál, vegalög

Helgi Bergs:

Herra forseti. Í desembermánuði 1963, — ætlar hæstv. samgmrh. ekki að vera við umr., herra forseti? (Forseti: Hann er upptekinn í Nd. Hins vegar er fjmrh. hérna.) Ég hef nokkra tilhneigingu til þess að fara fram á, að það verði hlutazt til um, að hæstv. samgmrh. verði við þessar umr. Vill ekki hæstv. forseti fresta umr., þangað til hæstv. samgmrh. getur verið við? (Forseti: Það gæti orðið nokkuð langt.) Já, ég tel ekki æskilegt að ræða þetta mál. ef hæstv. samgmrh. getur ekki verið við umr. Ég verð þá, ef forseti fæst ekki til þess að fresta umr., bara að fresta ræðu minni til 2. umr. (Forseti: Ég skal fresta umr. í bili.)