28.03.1966
Neðri deild: 60. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2553 í B-deild Alþingistíðinda. (2017)

165. mál, sala Gilsbakka í Arnarneshreppi

Flm. (Jónas G. Rafnar):

Herra forseti. Eins og fram er tekið í grg. með frv. þessu, fékk Ólafur Baldvinsson, Gilsbakka. Arnarneshreppi, Eyjafjarðarsýslu, úthlutað fyrir einum 20 árum síðan landspildu úr landi Syðri-Bakka í Arnarneshreppi, sem er ríkisjörð. Fyrir nokkrum árum fékk svo nefndur Ólafur aftur útmælt viðbótarland, sem nægir til þess að koma býlinu í tölu nýbýla. Ólafur hefur farið þess á leit að fá þetta land keypt, og hefur umsagnar hreppsnefndar Arnarneshrepps verið leitað um málið. Í bréfi, sem er dags. 16. marz s.l., mælir hreppsnefndin eindregið með því, að Ólafi verði gefinn kostur á að kaupa landið.

Frv. þetta er flutt til þess að heimila ríkisstj. að selja nefnda landspildu. Ég leyfi mér, herra forseti, að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. landbn.