07.02.1966
Sameinað þing: 25. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2809 í B-deild Alþingistíðinda. (2161)

Þingmennskuafsal

forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt frá Einari Ingimundarsyni bæjarfógeta á Siglufirði: „Vegna fyrirsjáanlegra anna við það embætti, sem mér hefur verið falið að gegna og ég mun á næstunni formlega taka við, hef ég ákveðið að segja af mér sem alþm. frá 1. febrúar n.k. Þetta tilkynnist yður hér með.

Siglufirði, 10. janúar 1966.

Virðingarfyllst,

Einar Ingimundarson.

Óskar Levy bóndi, Ósum, Þverárhreppi, er nú 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurl. v. Kjörbréf hans hefur áður verið rannsakað. Ef enginn mælir því í gegn, tekur hann nú sæti á Alþ. sem 4. þm. Norðurl. v. Þm. er mættur, og býð ég hann velkominn til starfa.