18.04.1966
Neðri deild: 71. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í C-deild Alþingistíðinda. (2287)

98. mál, áfengislög

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Mér sýnist nú í fljótu bragði, að sú till., sem hér liggur fyrir frá hv. 3. þm. Reykv., sé ein ágætasta till. í áfengismálum, sem fram hefur komið í lengri tíð. Hins vegar fæ ég ekki séð, að hún komi neitt við því máli, sem hér er til atkvgr., þ.e. a. s. breytingu á áfengislöggjöfinni í sambandi við bruggun áfengs öls. Þar sem ég vil enn síður, að þetta ágæta mál verði háð örlögum hins margumrædda ölmáls og mundi gjarnan vilja, að það mál næði fram að ganga, hvort sem bjór yrði innleiddur á Íslandi eða ekki, þá treysti ég mér ekki til að taka afstöðu til málsins og greiði því ekki atkv.