28.10.1965
Efri deild: 8. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (24)

5. mál, brunatryggingar utan Reykjavíkur

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Á síðasta þingi var gerð breyt. á lögum um brunatryggingar í Reykjavík, en sá lagabálkur er frá 1954. Þessi breyt. var sú, að heimilt skuli vera fyrir borgarstjórn að leysa út húseignir, þar sem brunatjón hefur orðið, með nánari fyrirmælum þar um, þar sem brunahætta geti stafað af því, að húsið sé þar, sem það er statt, eða af skipulagsástæðum. Um þessa breyt, var enginn ágreiningur á síðasta þingi, þegar hún var samþ. En vert er að geta, að önnur lög gilda um brunatryggingar utan Reykjavíkur, og eftir bendingu frá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga hefur félmrh. flutt frv. um, að sams konar ákvæði skuli tekin inn í lög um brunatryggingar utan Reykjavíkur. Hæstv. félmrh. mælti fyrir þessu frv. við 1. umr., og tel ég enga ástæðu til að gera frv. að umræðuefni, en heilbr.- og félmn. hefur athugað það og orðið sammála um að mæla með, að það verði samþ. óbreytt.