27.04.1966
Sameinað þing: 41. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í D-deild Alþingistíðinda. (2708)

192. mál, listamannalaun

Flm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Efni till. þessarar er það, að Alþ, álykti að skora á ríkisstj. að láta undirbúa fyrir næsta reglulegt Alþ. löggjöf um úthlutun listamannalauna. Skal við það starf haft samráð við Bandalag ísl. listamanna. Um rökstuðning fyrir þessari till. leyfum við flm. okkur að vísa til grg. till. Það er ósk okkar flm., að till. verði samþ., án þess að henni verði vísað til n., vegna þess, hversu stutt er nú til þingloka. Vænti ég, að hæstv. forseti og hv. Alþ, hreyfi ekki andmælum gegn því.