14.12.1965
Neðri deild: 30. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 467 í B-deild Alþingistíðinda. (276)

89. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál

Frsm. meiri hl. (Davíð Ólafsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft þetta frv. til meðferðar, en ekki orðið sammála um afgreiðslu þess, sem kemur fram í því, að fram hafa verið lögð 3 nál., frá meiri hl., þar sem lagt er til, að frv. verði samþ. óbreytt, og tvö minnihlutaálit, þar sem lagt er til, a.ð frv. verði fellt.

Hér er um að ræða heimild til að innheimta gjald af allri gjaldeyrissölu bankanna, er nemi ½%, og er þetta einn líður í þeirri meginstefnu, sem fram hefur komið við afgreiðslu fjárl., að afgreiða fjárlög hallalaus. Tekjur af þessu ½% gjaldi skulu renna að mestu leyti í ríkissjóð, og nú fyrir nokkrum mínútum hefur verið samþ. hér í Sþ. í fjárl. liður, sem svarar til þeirrar upphæðar, sem hér er gert ráð fyrir að innheimta af gjaldeyrissölu. Meiri hl. fjhn. leggur því til, eins og ég hef þegar skýrt frá, að frv. verði samþ. óbreytt.