09.03.1966
Sameinað þing: 30. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 486 í D-deild Alþingistíðinda. (3185)

70. mál, sjálfvirkar símstöðvar í Gullbringu- og Kjósarsýslu

Fyrirspyrjandi (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. samgmrh. svör hans. Ég vil jafnframt geta þess, að það, hversu fsp. er seint tekin á dagskrá, er, eins og hann gat um réttilega áðan, ekki hans sök, heldur ýmis atvik, sem hafa leitt til þess, að hún var ekki tekin fyrr á dagskrá en núna.

Ég vil aðeins undirstrika það, sem ég hugsaði með þessari fsp., að áherzla verði lögð á að tengja við sjálfvirka símkerfið sveitarfélögin í nágrenni Reykjavikur, og jafnframt þakka hæstv. ráðh., á hvern hátt hann hefur tekið á málum Gullbringu- og Kjósarsýslu, þ.e.a.s. símamálum þar.