28.02.1966
Neðri deild: 47. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 603 í B-deild Alþingistíðinda. (382)

123. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Það er ekki ástæða til þess fyrir mig að rifja upp nein atriði úr þeim umr., sem þegar hafa ferið fram. Þær eru mjög á svipaðan veg og áður hafði átt sér stað við 1. umr. málsins og óþarfi að endurtaka þær nú. Í framhaldi af erindum Sjómannafélags Íslands og Farmanna og fiskimannasambands Íslands og þeim orðum; sem ég lét um þessi erindi falla við 1. umr. málsins hér í hv. þd., vil ég lýsa því yfir, að næstu mánuðir munu verða notaðir til að ná samkomulagi við hlutaðeigandi aðila um, að fyrrgreind samtök verði aðnjótandi sömu fjárframlaga af útflutningsgjaldi og samtök útgerðarmanna njóta nú.