28.02.1966
Neðri deild: 47. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í B-deild Alþingistíðinda. (384)

123. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Fram. 1. minni hl. (Lúvík Jósefsson):

Herra forseti. Það var hér lítil fsp., sem mig langaði til að leggja fyrir hæstv. sjútvmrh. í tilefni af þeirri yfirlýsingu, sem hann gaf hér nú.

Hæstv. ráðh. sagði, að það mundi verða leit eftir samkomulagi hjá hlutaðeigandi aðilum í röðum sjómanna um það, að samtök þeir fengju nokkurn hluta af útflutningsgjaldi í sjávarafurðum.

Nú hefur það komið hér greinilega fram, tveir aðilar hafa beinlínis farið fram á að hluta af útflutningsgjaldinu með erindum til þingsins. Annars vegar er Sjómannasamband Íslands, en hins vegar Farmanna- og fisk mannasamband Íslands. En á það hefur líka verið bent, að miklu fleiri síldveiðisjómenn eru þó skipulagðir innan A.S.Í. en í þessum samtökum. Og þó að hér sé nú sagt, að Sjómannasambandið sé lögformlegur aðili innan A.S.Í þá eru sjómannasamtökin öll á Austurlandi og öll sjómannasamtök á Norðurlandi, Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum líka lögformlegir aðilar innan A.S.Í. En hvernig svo sem háttar að öðru leyti skipulagsformum þessara aðila, tel ég, að þeir eigi a.m.k. jafnan rétt til hluta af útflutningsgjaldinu og þeir, sem eru nú skipulagðir í Sjómannasambandi Íslands eða Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands. Svo ég vil spyrja hæstv. ráðh.: Hvernig hugsar hann sér að vinna að samkomulagi meðal sjómanna í þessum ef um? Á hann við með yfirlýsingu sinni, að það verði leitað eftir samkomulagi milli allra þessara aðila, þ.e.a.s. A.S.Í Sjómannasambandsins og Farmannasambandsins, um það, hvernig þessum skatthluta verði skipt, eða á hann við það, að það verði leitað eftir samkomulagi aðeins við þessa tvo aðila, Sjómannasambandið og Farmannasambandið, um það, hvernig eigi að verða við óskum þeirra? Ég vildi mjög gjarnan, að hæstv. ráðh. segði alveg skýrt til um á þessu stigi málsins, til hvaða aðila hann ætlar að leita til að ná samkomulagi í þessum efnum.

Ég vildi svo aðeins segja það hér um leið, að hv. síðasti ræðumaður, hv. 7. þm. Reykv., talaði um það, að ég hefði haldið hér eitthvað ósmekklega ræðu og talað um mútufé vissum aðila til handa í sambandi við stuðning við þetta mál. Ég vil taka það alveg skýrt fram, að ég hef aldrei notað neitt slíkt orð sem mútufé. Ég hef ekki viðhaft neitt slíkt orð. En ég skal endurtaka það, sem ég sagði, því að það er kannske hollt fyrir menn að fá að heyra það. Ég sagði hér, að forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, sem mætti á sameiginlegum fundi sjútvn. Ed. og Nd. ásamt fleiri fulltrúum, lét þau orð falla, að það mundi ganga erfiðlega að lægja óánægjuöldur sjómanna í hans samtöku í sambandi við þetta mál, ef þeir fengju ekki hluta af þessu útflutningsgjaldi. Þetta sagði ég. Þetta er rétt. Svo eru það allt aðrir menn, sem hafa gefið þessu þetta nafn, sem var verið að nota í þessum umræðum, og þeir um það.