08.03.1966
Efri deild: 47. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 636 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

107. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Með þeirri orðalagsbreytingu, sem lögð er til í 1. gr. þessa frv. á 1. gr. l. um sveitarstjórnarkosningar frá 1962, er leitazt við að gera ákvæðin gleggri, svo að misskilningur í sambandi við framkvæmd komi siður til greina, eins og í grg. með frv. segir.

Þegar frv. til núgildandi laga um sveitarstjórnarkosningar var samþ. á Alþ. á sínum tíma, mun hafa fallið niður í meðferð málsins á Alþ. ákvæði um afnám eldri sveitarstjórnarkosningalaga. Í 2. gr. þessa frv. er tekið upp ákvæði þess efnis, svo að ekki ætti að þurfa að orka tvímælis, hvaða lög eru gildandi í þessum efnum.

Heilbr.- og félmn. hefur athugað frv. og leggur einróma til, að það verði samþ., en eins og fram kemur í nál., var einn nm., Ásgeir Bjarnason, fjarstaddur, þegar málið var afgreitt í nefndinni.