18.11.1965
Neðri deild: 19. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 778 í B-deild Alþingistíðinda. (604)

11. mál, fuglaveiðar og fuglafriðun

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Ég vil ekki kvarta undan hlutskipti mínu, en það er dálítið nýstárlegt fyrir óbreyttan frsm. einnar n. að eiga í hörkuvandræðum við að verja stjfrv. fyrir sjálfum forsrh.

En ég vil segja það um þær tvær gr., sem hann hefur vakið athygli á, að þær eru báðar þeirrar náttúru, að þær kunna að virðast spaugilegar við fyrstu sýn, en sterkar röksemdir valda því, að þær eru komnar í frv.

Tilgangurinn með ákvæðinu um að banna uppstoppun af þessum sjaldgæfu fuglum, sem ráðh. nefndi fyrst, er sá, að þeir, sem koma með þessa fugla, séu skyldaðir til að fara með þá til náttúrugripasafnsins. Það er mikilvægt atriði til að gefa náttúrufræðingum kost á að friða þennan fuglastofn.

Um mynda- og kvikmyndatöku af örnum, fálkum, snæuglum og haftyrðlum vil ég segja, að það er ekki líklegt, að menn, sem spássera um landið, rekist af tilviljun á hreiður þessara fugla, þar sem ekki er um að ræða nema 10—20 pör af þessum tegundum. En hitt er staðreynd. sem við vitum um, að það er gífurleg ásókn af alls konar erlendum sérfræðingum og óbreyttum ferðamönnum í að koma hingað til lands og fá að elta uppi þessi hreiður, setjast að þeim með miklu brambolti, jafnvel byggja heil ljósmyndaskýli og ná myndum, sem þeir geti sýnt erlendis. Af þessum ágangi er svo mikið, að ástæða hefur þótt til að setja þessa gr. í frv. Yfirleitt er það svo, að allur þorri manna, sem býr í nágrenni við hreiður þessara fugla, veit af hreiðrunum, og hafa flestir hug á að verja fuglinn. Þetta fólk fylgist með mannaferðum, það hefur aðstöðu til aðgerða, þegar þessir ágengu útlendingar vaða uppi, og þetta fólk gæti stöðvað slíkan ágang, ef þessi heimild væri í l., og það getur spurt, hvort komið hafi verið við hjá viðkomandi yfirvöldum í Reykjavík og fengið leyfi til að taka myndir. Ég býst við, að þessum Útlendingum komi það ekki á óvart að þurfa að útvega sér leyfi til slíkra aðgerða við dýrategundir, sem eru rétt að deyja út. (Forsrh.: Nægir ekki ákvæðið um, að það megi ekki trufla fuglana?) Það kann að vera, að það nægi, en það kom sem till. frá miklum áhugamanni um vernd þessara fugla til n. að banna almenna truflun, og var því bætt við í brtt. n.. en bað getur vei verið, að það ákvæði eitt dugi.

Út af því, sem hv. 3. þm. Vesturl. sagði, vil ég taka það fram, að n. mun að sjálfsögðu taka till. hans til athugunar, ef forseti verður við óskum mínum um að gefa henni tóm til þess, áður en umr. verður haldið áfram.

Ég vil segja það í sambandi við vörn æðarvarpsins, sem ég tel vera mjög mikið atriði, því að fyrir utan þau nyt, sem við höfum af æðarfuglinum, er hann einhver skemmtilegasti og fegursti fugl, sem við eigum, að hugmyndin er ekki aðeins að verja hreiðrin, meðan fuglinn er í egginu, heldur er skoðun vísindamanna sú. að það sé tiltölulega takmarkaður stofn, sem sækir á hvert æðarvarp. Með því að eyða þessum stofni, eyðist hættan á því, að hann gangi á ungana á þessu svæði vikurnar á eftir.

Ég er þeirrar skoðunar um vatnsvandamál Akurnesinga, að þar sé mjög glöggt dæmi um, að það muni litlu hreyta, þó að skotnir séu nokkrir eða jafnvel allmargir svartbakar. Ein af þeim aðferðum, sem nú er talað um til að ganga á takmarkað varpsvæði í fjallinu, er að úða hvert hreiður. Mundi það vera langsamlega fljótvirkasta aðferðin til að eyða svartbaknum þar, ef það ætti að gerast. Það þýðir ekki að steypa undan svartbaknum, því að hann verpir aftur einu sinni eða tvisvar, en með þessu móti er hægt að hindra viðkomu hans.

Kjarninn í þeim nýju skoðunum, sem vísindamenn halda fram, er sá, að til sé lögmál í náttúrunni um það, að fjöldi tegundanna, hvort sem eru fuglar eða önnur dýr, fari eftir viðkomu og lífsaðstöðu aðallega. Það, sem gerzt hefur með svartbakinn, er, að lífsskilyrði hans hafa batnað verulega, og þess vegna hefur honum fjölgað gífurlega. Þetta mál í heild verður því aldrei leyst, fyrr en maðurinn gætir betur affalls og úrgangs, fyrr en við eyðum því, sem fellur til í frystihúsum og sláturhúsum, algerlega í lokuðum tækjum og förum betur með sorphauga kringum mannabyggðir. Þegar það tekst, mun svarbaksstofninn fyrst fara verulega minnkandi aftur.