30.11.1965
Neðri deild: 24. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 784 í B-deild Alþingistíðinda. (609)

11. mál, fuglaveiðar og fuglafriðun

Axel Jónsson:

Herra forseti. Aðeins í sambandi við 36. gr. Eins og frsm. tók fram, varð ekki fullt samkomulag um afgreiðslu n. þar um, og ég vil upplýsa, að enn frekar eftir viðræður við dr. Finn Guðmundsson, þá sýnist mér óþarfi að setja það ákvæði, sem þarna er um að ræða. Hann upplýsti, að nú þegar væri verulega gott samkomulag og samvinna milli fuglafriðunarnefndar annars vegar og þeirra manna, sem starfa að því að setja upp hami, og það hygg ég, að sé sú einasta og haldbezta vörn í þessu, að slíkt samkomulag og samvinna sé sem bezt á milli þessara aðila. Með tilliti til þessa tel ég það óþarfa og vil taka undir með forsrh., að það eru máske takmarkaðar líkur á því, að það verði á allan hátt haldið, þó að slíkt ákvæði sem hér um ræðir sé sett inn.

En varðandi till. þá, sem 3. þm. Vesturl. flytur, þá vil ég og taka undir það, sem frsm. sagði um það mál. að það er augljóst, að það vantar miklu skýrari ákvæði varðandi afréttarlöndin. og það er kannske ekki aðeins varðandi veiðirétt þar, hvort heldur er í vatni eða varðandi fuglalíf. Það mun einnig koma í ljós, að efnistaka, svo sem malarnám, á afréttarlöndum getur orðið nokkurt deilumál og mun verða svo kannske innan tíðar, og er augljóst, að þarna vantar í víðtækum skilningi áreiðanlega miklu ákveðnari löggjöf en við nú búum við.